Mögnum er öflugt og framsækið þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðningum, ráðgjöf, fræðslu og markþjálfun fyrir fólk og vinnustaði sem vilja ná lengra.
Mögnum leggur áherslu á viðurkenndar nálganir og faglegar aðferðir sem skila viðskiptavinum virði og árangri.
Mögnum var stofnað árið 2017 og er eina fyrirtækið sem býður upp á sambærilega þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.
Mögnum það sem á svæðinu býr svo við eflumst sem samfélag
Mögnum það sem í okkur býr svo við eflumst sem við sjálf
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
Sigga er ráðgjafi í mannauðsmálum og markþjálfi. Hún hefur áralanga reynslu af ráðgjöf og vinnu með fyrirtækjum og fólki og menntun á sviði uppeldis- og menntunarfræði, stjórnunar og samskipta.
Þeir eiginleikar sem helst gera hana Siggu svona magnaða eru húmor, umhyggja, leiðtogahæfni og þekkingarþrá.
sigga@mognum.is
s. 895-7828
TELMA EIÐSDÓTTIR
Telma er ráðgjafi í ráðningum og mannauðsmálum. Hún er með grunnám í sálfræði frá HA og meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR.
Þeir eiginleikar sem helst gera hana Telmu svona magnaða er samvinna, þekkingarþrá, forvitni og félagslæsi.
telma@mognum.is
s. 867-4690