PCC_WEB_Black.png

MENTORMARKÞJÁLFUN

Mentormarkþjálfun er fyrir þá sem ætla að votta sig í faginu, eða endurnýja núverandi vottun.

Sigga hefur unnið sem mentormarkþjálfi frá árinu 2019, bæði til ACC og PCC vottunar og hefur lokið yfirgripsmiklu og sérhæfðu námi í mentormarkþjálfun þar sem unnið var markvisst með mat og endurgjöf í samhengi við hæfnisþætti og viðmið vottunarferlisins.

Sigga er virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi mentormarkþjálfa og sinnir mentormarkþálfun fyrir skóla, bæði hérlendis og erlendis.

Sigga hefur setið í siðanefnd ICF og hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur um siðareglur ICF.

Sigga er starfandi markþjálfi og á að baki rúmlega 1.800 klst. við markþjálfun.

Mentormarkþjálfun til vottunar hjá ICF er virkt ferli markþjálfunar og endurgjafar milli mentors og markþjálfa og byggist á samstarfi beggja aðila með þróunar- og lærdómsmarkmið að leiðarljósi.

Unnið er með upptökur og raundæmi, í hóp- og einkatímum, til að efla vitund og skilning markþjálfans á sér, eiginleikum sínum og nálgun sinni í samhengi við hæfnisþætti ICF.

Í hóptímunum, sem geta verið 5 skipti, samtals 7 klst, er unnið með hæfnisþættina í lifandi, skemmtilegu og virku samtali.

Í einkatímunum, sem geta verið 2 skipti, samtals 3 klst, verður unnið með handrit og upptökur af samtölum markþjálfans sem fær einnig skriflega endurgjöf eftir hvort samtal. Einnig er hægt að taka fleiri einkatíma ef vill, og fara þá yfir fleiri upptökur.

Nánari upplýsingar: sigga@mognum.is / 895 7828

Nánar um viðmið, skyldur og ábyrgð mentormarkþjálfa hér.

Umsagnir úr mentormarkþjálfun

Mentormarkþjálfun hjá Siggu hefur breytt því hvernig ég lít á þörfina fyrir slíka endurstillingu á meðvitund markþjálfa um sjálfan sig sem sí-hæfan ICF markþjálfa. Áður en ég byrjaði hjá Siggu fannst mér það nánast formsatriði að klára tímana hjá henni og taka svo upp tvö góð samtöl til að senda inn til vottunar. Það kom svo á daginn að ég fékk dýrmætari speglun á mig sem markþjálfa en mig hafði órað fyrir og lærði sitthvað gagnlegt af allri rýninni til að bæta mig á mjög stuttum tíma. Takk Sigga kær fyrir ljósið þitt, fallegt utanumhald, þolinmæði, jákvæðni og mildi. Þín faglega vitund gefur svo mikið.

- Alma J Árnadóttir PCC markþálfi

Ég valdi Siggu sem minn mentor markþjálfa því hennar nærvera, nálgun og fagmennska heilluðu mig. Sigga hefur einstakt lag á því að búa til rými þar sem ég fæ að vera ég og takast á við markþjálfunarhæfnisþættina út frá minni sýn. Hún gaf mér frelsi til að finna mína leið en stóð um leið vörð um rammann og fagmennskuna. Þessi blanda gerði mig að betri markþjálfa. Stuðningur Siggu í gegnum ACC vottunarferlið var ómetanlegur og varð vegferðin auðveldari, skemmtilegri og lærdómsríkari en ég átti von á.

- Kristrún Konráðsdóttir ACC markþjálfi

Mentorcoaching hjá Siggu var eins og vítamínsprauta fyrir mig. Því lengur sem ég markþjálfa því mikilvægara finnst mér að fá faglegar ábendingar til að geta bætt mig og orðið betri markþjálfi. Sigga hefur yfirgripsmikla þekkingu á hæfnisþáttum ICF og er fljót að koma auga á vaxtartækifæri, hún er fagleg, skemmtileg, árangursrík, vekur mann til umhugsunar ásamt því að kveikja löngun til að stíga enn frekar út fyrir þægindarammann og gera sífellt betur.

- Lilja Gunnarsdóttir PCC markþjálfi

Sigga er mjög metnaðarfull, fagleg og hefur einstaka nærveru svo valið á mentor var auðvelt. Strax í fyrsta eða öðrum tíma rann upp fyrir mér að ég átti ýmislegt eftir ólært þrátt fyrir að hafa starfað sem markþjálfi á fjórða ár. Ég hélt að ég væri alveg með PCC hæfni, þessir tímar væru bara til málamynda, ekkert mál. En annað kom á daginn!.

Ferlið hjá Siggu ýtir undir dýpri skilningi á markþjálfuninni sjálfri og hvernig við gátum nýtt okkur hæfnisþættina til að kafa dýpra. Þetta ferli var mér algjörlega nauðsynlegt..      

Ég lærði mjög mikið á þessu ferli svo mikið að mér finnst eiginlega að það eigi að vera skylda að taka svona tíma hvort sem er fyrir endurnýjun á vottun eða þegar maður stefnir á nýja. Sigga hjálpaði mér að komast yfir marklínuna og nú get ég með stolti sagt að eftir að hafa stefnt að PCC vottun í fjögur ár þá er markmiðinu náð. Takk Sigga fyrir  ógleymanlegt gefandi tímabil sem skilaði mér PCC vottun frá ICF.

- Margrét Gunnarsdóttir PCC markþjálfi