Dagur #8 Að taka eftir og kunna að meta fegurð og snilld
„ég tek eftir, tengi við eigin tilfinningar og kann að meta fegurðina í kringum mig, snilld og framlag annarra”.
Það að vera vakandi fyrir og sýna viðbrögð við því sem okkur þykir fagurt og magnað í umhverfi okkar og gjörðum annara spannar alla þætti lífsins, náttúru, list, vísind og ekki síst hversdaginn okkar. Við tökum eftir fólki sem leggur sig fram um að ná markmiðum sínum, sýna góðvild eða leysa og takast á við áskoranir – það getur verið orkugefandi og hvetjandi að sjá og virða það hjá öðrum.
Rannsóknir hafa sýnt að þegar áhersla er lögð á þennan eiginleika eflir það hamingju og lækkar þyngsl og þunglyndi, klárlega til skemmri tíma og sumt bendir til þess að það eigi einnig við um langtíma áhrif.
Hvenær kannt þú helst að meta fegurð og snilld, með hvaða fólki, hvaða staðir eða aðstæður?
Hvaða áhrif hefur það að kunna að meta fegurð og snilld á starf þitt, sambönd, tómstundir eða samfélagslega þátttöku?
Hvernig er hlutfallið hjá þér á milli þess að kunna að meta fegurð annars vegar og snilld hins vegar?
Hvenær gætir þú helst fundið dæmi hjá þér um notkun eiginleikans?
- Skoða og horfa á trjárein, blóm eða lauf og sjá birtingarmynd lifsins í því
- Taka eftir þeirri góðu tilfinningu þegar sjáum eða heyrum af öðrum sem gefa af sér og styðja aðra
- Sjá snilldina í því að fyljgast með barni læra einhverja færni, hvernig framfarir koma og sjást yfir tíma
Að efla eiginleigann
Skrifa, halda „vá en fallegt“ dagbók 😊 Þegar við sjáum eitthvað sem hreyfir við okkur, hvort sem er í náttúruni, list eða hegðun fólks í kringum okkur, skrifum við það niður og lýsum. Þannig hækkum við meðvitund okkar.
Farðu reglulega út í náttúruna, hvað sérðu?
Staldraðu við og taktu eftir þínum eigin frábærleika. Til dæmis með því að taka eftir styrkleikum þínum og rifja upp hvenær þú notaðir þá til að efla eða styðja aðra.
(www.viacharacter.org)