Dagur #7 Sköpun

sköpun_á netið.jpg

Um eiginleikann

“ég er skapandi, hugsa um hvað helst getur virkað og legg mig fram við að fá hugmyndir sem leiða til einhvers sem gagnast mér og öðrum

Þér finnst gaman að upphugsa nýjar leiðir og nálganir í verkefnum og viðfangsefnum. Fólk gæti lýst þér sem frumlegri/um með frjótt ímyndunarafl.

Sköpun er það að hugsa nýjar leiðir til að komast á leiðarenda, hver sem vegferðin er. Að koma með hugmyndir eða hegðun sem eru frumlegar, nýjar eða öðruvísi og skila gagnsemi í einhverri mynd. Að sköpunin bæti einhverju við og efli líf þess sem skapar og annarra.

Sköpun felur í sér bæði frumleika og aðlögunarhæfni.

Rannsóknir sýna að jákvæðir kostir þess að efla sköpun í eigin fari eru m.a. að það stuðlar að ögrandi hugsun og hæfni til að sjá áskoranir og lausnir frá fleiri sjónarhornum sem svo oftar en ekki stuðla að samfélagslegum ávinningi. Notkun og æfing í því að virkja skapandi hugsun eflir sjálfsvitund og sjálfsöryggi og hjálpar við að fást við aðstæður sem að öllu jöfnu framkalla streitu og álag.

Hvað heldur helst aftur af þér í að skapa?

Hvaða áhrif hafa viðbrögð annarra á viðleitni þína til að vera skapandi?

Hvernig notar þú skapandi hugsun til að leysa þín eigin vandamála eða annarra, fjölskyldu, vina eða samstarfsfólks?

Eiginleikinn að skapa eða nota skapandi hugsun getur meðal annars birst í því að :

- Að fara í skapandi lausnaleit í tengslum við áskorun eða vandamáli sem einhver nákomin er að kljást við

- Þegar nýtt viðfangsefni eða áskorun er kynnt á vinnufundi, að lát vaða og hugsa upphátt þær lausnir sem þér dettur í hug

- Skrifa grein, sögu eða ljóð eða teikna eða mála og deila afrakstrinum með öðrum.

- Koma með margar mögulegar leiðir og lausnir í aðstæðum, fremur en að halda fast bara við eina lausn.

www.viacharacter.org


Sigríður Ólafsdóttir