Dagur #9 Sjálfsstjórn

sjálfsstjórn.jpg

„ég hef góða stjórn á tilfinningum mínum og aðgerðum, sýni góða sjálfsstjórn“

Það kemur kannski ekki á óvart að í fræðunum er talað um sjálfsaga sem flókin eiginleika. Hann snýst um það að stjórna löngunum og tilfinningum og því sem þú svo gerir. Þeir sem eru háir á þessum eiginleika hafa mikla trú á því að ná árangri í því sem þeir sækjast eftir og eru líklegir til að ná settum markmiðum. Þeir eiga einnig auðveldara með að hafa stjórn á viðbrögðum sínum í aðstæðum sem valda þeim vonbrigðum eða óöryggi. Sjálfsstjórn stuðlar að því að við upplifun jafnvægi, reglu og framgang í lífinu. Stundum líður okkur eins og við eigum ekkert inni þegar kemur að sjálfsstjórn - missum hana, höfum nýtt hann til fullnustu og erum búin á því. Sumir líkja sjálfsstjórn við vöðva sem hægt er að þreyta með ofnoktun í törnum en styrkist með reglulegum og hóflegum æfingum. Tengið þið við það?

Rannsóknir sýna fram á að þegar við eigum sjálfsstjórn í miklum mæli þá sýnum við síður einkenni kvíða og þunglyndis, höfum betri stjórn á reiði og neikvæðum tilfinningum og eigum almennt auðveldara með að eiga í samskiptum við aðra. Þannig sýna rannsóknir sterk tengsl við hátt sjálfsamt og sátt við sjálfan sig.

- Hvernig birtist sjálfsstjórn ef þú hugsar um árangur eða aðstæður sem þú ert stolt/ur af?

- Á hvaða sviðum lífsins gengur þér best að nota sjálfsstjórn?

- Hvaða máli skiptir sjálfsstjórn fyrir þig í aðstæðum sem eru óljósar eða óútreiknanlegar?

Dæmi um aðstæður þar sem við erum að nota sjálfsstjórn

- Halda okkur við planið um að hreyfa okkur, eða gera það sem sögðumst ætla að gera

- Gera lista og og skilgreina verkefni , gera aðgerðarplan og vinna samkvæmt því

- Skipuleggja daglega rútínu eða umhverfið okkar betur, endurhugsa skipulagið í eldhúsinu eða það hvernig kemur þér af stað í vinnu á morgnanna án þess að vera alltaf á síðustu stundu

Að efla eiginleikan

Næst þegar þú reiðist eða kemst í uppnám, taktu meðvitaða ákvörðun um að taka skref til að ná stjórn og horfa til þess hvaða jákvæðu útkomu þú vilt

Settu markmið sem bæta hversdaginn þinn og skilgreindu þín skref sem hjálpa þér að standa við það

Vertu meðvituð/aður um orkuna þína og dagsformið, sinnt því sem er mikilvægast þegar þú hefur bestu orkuna í það verkefni.

(https://www.viacharacter.org/)


Sigríður Ólafsdóttir