Dagur #1 Ást
Um eiginleikann
Ást er í flokknum „mennska“ sem samanstendur af eiginleikum sem styðja við og stuðla að nærandi samböndum við aðra. Ást felur í sér hvoru tveggja það að elska eða þykja vænt um aðra sem og að vilja og vera tilbúin að þiggja ást. Þessi eiginleiki birtst í því að byggja upp og hlúa að nánd við annað fólk og bera fyrir því umhyggju, að huga að öðrum og setja þarfir þeirra jafnfætis þínum eða ofar. Einnig í því að þú tekur eftir, metur og ræktar það fólk sem þú veist að ber umhyggju fyrir þér og velferð þinni. Þú átt auðvelt með að sýna hlýju og umhyggju, ert örugglega áhugasamur hlustandi og aðrir sjá þig sem vinalega(n), ástríka(n), opin og innilega(n).
Hægt er að skoða þennan eiginleika út frá fjórum víddum. 1) Tengsl eins og milli foreldris og barns. 2) Samkennd, óeigingirni, velvild. 3) Samkennd, vinátta, samferðafólk 4) Rómantísk ást.
Notkun/skilningur
Hvernig værum við að nota þennan styrkleika? Til dæmis með því að gefa okkur tíma þar sem eigum innileg og ótrufluð samskipti við þá sem skipta okkur máli. Eða að leggja okkur fram, bjóða aðstoð eða stuðning þegar sjáum samstarfsfólk sem er í vanda, streitu eða vanlíðan.
Til að skilja samhengi þessa styrkleika betur getum við velt fyrir okkur hvaða fólk skiptir okkur mestu máli í hvaða samhengi? Vinir, fjölskylda, maki, samstarfsfólk.
Hvernig sýni ég ást mína á uppbyggilegan hátt í hverju samhengi fyrir sig? Hvernig er birtingarmyndin ólík? Hvernig tek ég á móti ást og umhyggju í hverju samhengi fyrir sig? Hvort er auðveldara að gefa eða þiggja ást? Þetta er gagnkvæmt ferli og mikilvægt að skoða hvernig líka hvernig við tökum á móti og bregðumst við.
Að efla eiginleikann
Getum lagt okkur enn frekar fram um að setja okkur í spor samstarfsfólks og skilja þau. Finnum út hvað skiptir þá sem við vinnum með máli og leggjum okkur fram um að sýna því áhuga.
Skipuleggjum og gerum saman það sem okkur og þeim sem við elskum finnst skemmtileg – förum saman í göngutúr, sund, horfum á mynd, spilum eða hvað eina sem nærir okkur saman.
(www.viacharacter.org)