Dagur #2 Forvitni

Forvitni.JPG

Um eiginleikann

Að vera vakandi fyrir aðstæðum sem fela í sér nýja reynslu eða þekkingu án þess að flækjast fyrir sjálfri(um) mér eða öðrum.

Forvitni er í flokknum “viska” og lýsir því að nálgast, safna og nota þekkingu/visku. Að spyrja spurninga !

Að vera forvitin og opin fyri því að kanna og uppgötva, að sýna umhverfi, aðstæðum og reynslu áhuga. Að vera opin fyrir nýjungum, jafnvel nýjungagjarn og nátengt því að vilja afla og byggja upp þekkingu og reynslu af ýmsum toga.

Að fara á nýjan veitingastað, heimsækja nýja staði, hitta fleira fólk eða grúska á netinu til að finna svör við einhverjum vangaveltum og pælingum og uppgötva þannig eitthvað nýtt.

Það er tvennt sem helst einkennir þá sem hafa þennan eiginleika í ríkum mæli, þér sýna áhuga á nýjum víddum og nýrri sýn á viðfangsefni og þeir leitast stöðugt við að efla þekkingu sína.

Í vinnustaðarannsóknum er forvitni einn af þeim 5 eiginleikum VIA sem hafa mest áhrif á starfsánægju og mest fyrirbyggjandi áhrif í tengslum við streitu.

Til að skilja okkur sjálf betur í samhengi við forvitni getum við spurt okkur eftirfarandi spurninga: Hvað vekur forvitni mína? Var ég forvitið barn eða unglingur? Hvernig er forvitni mín í ólíkum aðstæðum, er hún eins eða mismunandi eftir því hvort snýr að vinnu, félagslífi, starfi eða námi?

Að efla eiginleikann

Hugsaðu um óvinsælt verkefni, verkefni sem þér mislíkar eða kvíðir. Reyndu að finna allt að þrjá nýja fleti á verkefninu, til dæmis eitthvað sem vilt gefa meira vægi eða eitthvað sem þó er jákvætt við verkefnið.

Farðu aðra leið heim en vanalega, kannaðu nýtt hverfi eða götur sem ferð sjaldnar um 😊

Æfðu þig í því að taka eftir umhverfinu, hvað sérðu sem fer vanalega fram hjá þér, hverju tekur þú eftir?

Spyrja oftar “af hverju?” þegar ert í vinnu, í hópi eða samræðum, þannig sýnir þú forvitni og frumkvæði í t.d. starfi. Ekki taka öllu sem gefnu ef þú vilt frekari rök, skýringar eða bara samtal og pælingar um viðfangsefnið.

(www.viacharacter.org)