Dagur #10 Samvinna/teymisvinna

samvinna_2.jpg

„Ég er hjálpsöm/samur og legg mitt af mörkum í þeim hópum og teymum sem ég tilheyri. Finn til ábyrgðar og vill stuðla að því að við náum markmiðum okkar. Mér kýs yfirleitt að vinna með öðrum en að vinna ein/n“

Samvinna eða teymisvinna er það að þegar við erum að vinna með öðrum skuldbindum við okkur þeirri vegferð að við öll saman náum settu markmiði. Þetta á við í margs konar samhengi og hópum, vinnustaður, íþróttalið, fjölskylda, hjón eða vinahópur. Samvinna spannar það að vera virkur þátttakandi í samstarfi með öðrum og í stóra samhenginu að sýna samfélagslega ábyrgð í hvaða samhengi sem er. Sá sem skorar hátt á þessum þætti aðlagar sig að því sem þarf og í takt við aðstæður hverju sinni – ávallt með heildarniðurstöður hópsins að leiðarljósi. Algengasta birtingarmyndin er sú að vera tryggur, áreiðanlegur og leggja sitt af mörkum í samstarfi.

Til að geta kallast góður í samstarfi eða teymisvinnu er mikilvægt að sýna jákæðar tilfinningar eins og þakklæti, gleði, húmor og von gagnvart öðrum. Sem og að hafa opið og forvitið hugarfar til að skilja og setja sig í spor annarra og sjá þannig þeirra sjónarhorn í stað þess að tala einhliða fyrir eigin hugmyndum og skoðunum.

Rannsóknir sýna að góð og mikil samvinna stuðlar að félagslegu trausti og jákvæðara viðhorfs til annars fólks. Í gegnum eiginleika VIA er hægt að sjá og merkja sjö hlutverk eða einkenni fólks í samvinnu, það er sá sem ...

  • kemur með hugmyndir

  • safnar upplýsingum

  • leiðir hópinn að niðurstöðu

  • útfærir leiðir og valkosti

  • er áhrifavaldurinn

  • tryggir öflug og uppbyggilega sambönd og samskipti í hópnum

  • heldur uppi orku og framgangi

Einstaklingsmunur er á því hvaða hlutverk hentar best, eftir því sem við erum oftar í hlutverkum sem eiga vel við okkur erum við ánægðari í starfi og lífi.

Hvað ávinning upplifir þú helst í tengslum við það að vera hluti af hóp/teymi?

Hvernig líður þér og hvernig bregst þú við þegar þú upplifir það að leggja meira af mörkum til hópsins en þér finnst vera sanngjarnt?

Hvernig birtist samvinna eða teymisvinna í einkalífinu til dæmis sem foreldri, fjölskylda, maki eða vinur?

Hvernig birtist eiginleiki samvinna / teymisvinna?

- þegar þú nýtur þess að deila ábyrgð og vinna með öðrum?

- Þegar einhver nákomin deilir með þér áhyggjum sínum af fyrirliggjandi verkefni og þú leggur til að þið vinnið þetta saman, farið í lausnaleit, ræðið og gangið í verkið saman.

- Þegar ert vakandi fyrir áskorunum vinnufélaga. Býðst til að hjálpa, taka að þér verkefni eða styðja þann sem ber ábyrgð á því.

- Þegar þú tekur samtalið við maka þinn og þið skoðið hvernig þið eruð sem teymi og leysið viðfangsefni sem teymi.

Liggja einhver tækifæri fyrir þig þarna til að efla þennan eiginleika?


Sigríður Ólafsdóttir