Dagur #11 Húmor

humor.jpg

„Ég tek lífið ekki of alvarlega, reyni að fá aðra til að hlæja og get notað húmor og séð spaugsamar hliðar í erfiðum og krefjandi aðstæðum“

Það að hafa húmor þýðir að geta séð eitthvað broslegt í hverjum aðstæðum og geta miðlað því til annarra. Húmorinn er mikilvægur hlekkur félagslegra samskipta og stuðlar að eflingu hóps og samskipta sem og að létta vegferðina að settu marki eða lausn. Þó okkur flestum þykir kostur að ná að hafa húmorinn með í för í verkefnum okkar þá er þessi eiginleiki, ólíkt öðrum eiginleikum, í raun ekki nauðsynlegur fyrir nein ákveðin verkefni eða vandamál, en jú æskilegur, hjálplegur og auðvitað skemmtilegur. Hins vegar er húmor sérstaklega gagnlegur í glímunni við erfiðu áskoranirnar. Með því að æfa okkur og leggja fram um að leyta að og taka eftir því broslega, sérstaklega þegar á móti blæs stuðlar það að betri líðan, betri samskiptum og mögulega jákvæðari niðurstöðu fyrir okkur.

Með því að nota húmor er einnig verið að virkja innsýn og læsi á fólk og mannlega aðstæður. Húmor hjálpar okkur að upplifa ánægju og góða hluti í lífinu sem stuðlar svo aftur að hamingju og verndar okkur gegn stressi og streitu.

Rannsóknir sýna að þeir sem skora hátt á húmor eru eftirsóttari félagslega og eru oftar heilbrigðari. Þannig tengjast einnig niðurstöður sem sýna fram á jákvæðan ávinning þess að hlæja. Húmor getur dregið úr félagskvíða og skapað tækifæri til félagslegra samskipta.

- Hvernig nærð þú í þinn léttleika eða húmor og hvernig er það breytilegt eftir aðstæðum?

- Hvernig tekur þú eftir léttleika og húmor í fari annarra? Hvað getur þú lært af því að fylgjast með hjá öðrum?

- Eru einhverjar aðstæður þar sem húmorinn þínn hefur truflað tengsl þín við aðra?

- Tímasetning er mikilvæg í tengslum við húmor. Þannig er ekki síður mikilvægt að vera læs á það hvenær húmor á ekki við eins og það að hann eigi við. Hvað gerist þegar húmor er vel tímasettur og hvernig er það öðruvísi en þegar hann er ekki eins vel tímasettur?

- Hvernig getur þú notað húmor oftar í hversdeginum?

Dæmi um aðstæður þar sem húmor er til staðar

- Að horfa á gamanmynd eða þátt með vinum eða fjölskyldu

- Horfa á björtu hiðar krefjandi aðstæðna í nánu sambandi, að draga inn „viðeigandi“ gleði og léttleika

Að efla eiginleikan

- Rifjaðu upp liðin atburð þar sem þú gast notað húmor í þína þágu og annarra

- Skrifað niður eitthvað fyndið eða skemmtileg í hversdeginum. Legðu þig fram um að taka eftir aðstæðum, þínum eigin húmor og annarra, broslegum aðstæðum eða smellnum setningum og skrifaðu daglega.


Sigríður Ólafsdóttir