Dagur #12 Góðvild

góðvild.jpg

„ég er hjálpsöm/samur, sýni samkennd og geri öðrum greiða eða hjálpa án þess að vænta einhvers í staðinn“

Góðvild (kindness) tilheyrir flokknum „mennska“ (humanity) ásamt eiginleikunum ást og félagslegu innsæi.

Góðvild snýst einfaldlega um það að vera velviljaður og góður við aðra. Þegar við skoðum eiginleikan nánar birtast mikilvægar víddir eins og að vera örlát/ur, gefa af tíma sínum, fjármunum og hæfni til að styðja við þá sem þurfa á því að halda. Góðvild er að vera til staðar fyrir einhvern, hlusta af einlægni eða bara að sitja og þegja með þeim sem líður illa, að sýna samkennd. Samkennd og vera umhugað um velferð annarra, að njóta þess að aðstoða og gera fyrir aðra, hlúa að og hjálpa.

Þeir sem eru háir á góðvild hafa það viðhorf að aðrir séu mikils virði fyrir það eitt að vera manneskur, en ekki eingöngu af skyldurækni.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að rannsóknir sýna að þeir sem gefa af sér til annarra á einhvern máta eru hamingjusamari, að öðru fólki líkar betur við þá sem eru góðviljaðir sem opnar svo á það að byggja upp sterkari tengsl og innihaldrík samskipti.

  • Hvernig sérð þú og tekur eftir góðvild og samkennd hjá ólíku fólki í ólíkum aðstæðum?

  • Hvernig sýnir þú öðrum góðvild? Hvaða nýlegu dæmum manst þú eftir?

  • Hvaða aðrir styrkleikar styðja best við það að þú sýnir góðvild?

  • Hvenær finnst þér mikilvægast að sýna góðvild?

  • Hvernig sýnir þú sjálri/um þér góðvild?

Ef þú færir að ofnota góðvild væri þér mögulega líst sem uppáþrengjandi og afskiptasamri/sömum en ef værir að vannýta þennan eiginleika væru lýsingarorðin afskipta- eða áhugaleysi.

Að efla eiginleikann

- Gerðu góðverk af einhverju tagi á hverjum degi (bjóða einhverjum fram fyrir þig í röð, hrósa einhverjum sem vinnur með, kaupa eitthvað fallegt handa makanum).

- Skoðaðu orðaval þegar skrifar tölvupósta eða skilaboð – gæti það verið „góðviljaðra“ eða mýkra?

- Brostu þegar svara í símann, sama hver er að hringja


Sigríður Ólafsdóttir