Dagur #13 Varfærni
„ég fer varlega, forðast óþarfa áhættu, skipulegg og greini vandlega ákvarðanir mínar með framtíðina í huga“
Varfærni er að velja af kostgæfni hverju sinni, staldra við og hugsa áður en þú bregst við, sem sé eiginleiki sem gegnir hlutverki taumhalds eða aðhalds á okkur sjálf. Þeir sem eru háir á varfærni taka ekki óþarfa áhættu né segja eða gera hluti sem þeir gætu séð eftir síðar, hafa hæfni til að sjá og vega langtímaáhrif þess sem þeir gera. Einnig eru þeir afar meðvitaðir um hvað er viðeigandi og hvað ekki, sem svo aftur tengist inn í félagslegt innsæi og til dæmis úmor og notkun hans.
Varkárni er birtingarmynd hagnýts rökstuðnings, að skoða mögulegar afleiðingar þess sem þú gerir á hlutlægan hátt og stjórna svo sjálfum þér út frá þeirri niðurstöðu. Varfærni felur í sér bæði skammtíma og langtíma skipulag.
Rannsóknir sýna að varfærni hefur háa fylgni við framleiðni og samviskusemi, sem helst er skýrð með því að þeir sem eru sérstaklega varfærnir lenda síður í ágreiningi. Þeir einfaldlega kunna að velja sér baráttur og ef þeir sjá ekki að úkoman endi vel fyrir þá – bakka þeir oftar úr aðstæðunum. Þessi eiginleiki hjálpar til við að forða okkur frá óhöppum, bæði líkamlegum og andlegum.
- Hvernig hefur þú upplifað varfærni hjá þér, og hvernig hefur það hjálpað?
- Í hvaða aðstæðum hefðir þú óskað þess að hafa haldið aftur af þér og sýnt meiri varfærni?
Við sýnum varfærni þegar erum að ræða og velta fyrir okkur áskorunum eða verkefni í samtali við aðra, að fá annað álit og ráð.
Við sýnum varfærni þegar skipuleggjum og plönum eitthvað áður en hefjumst handa, til að minnka líkur á að við náum ekki markmiðum okkar.
Að efla eiginleikann
- Hugsa sig um og anda áður en tjáum okkur. Gerum það meðvitað amk 10 sinnum í viku og sjáum hvaða áhrif það hefur.
- Fjarlægja eða minnka meðvitað utanaðkomandi truflanir eða áreiti áður en tekur ákvörðun.
- Sjáðu fyrir þér afleiðingar ákvörðunar sem þú tekur eftir eitt, fimm eða tíu ár.
- Nýta eiginleikann forvitni og biðja aðra um ráð og leita eftir öðrum hliðum aðstæðna áður en tekur ákvörðun
(www.viacharacter.org)