Dagur #15 Þakklæti
„ég sé og finn margt sem ég get verið þakklát/ur fyrir, tek ekki sem sjálfgefnu og tjái og sýni þakklæti mitt í garð annarra“
Þakklæti er það að upplifa og tjá það sem maður er þakklátur fyrir í lífnu og undirstrika það svo með því að gefa sér tíma til að tjá og lýsa þakklæti sínu gagnvart öðrum. Þakklæti á margskonar birtingarmyndir, þegar fáum gjafir, þegar þiggjum aðstoð sem og þegar við skynjum innra með okkur mikilvægi einstaklinga í lífi okkar að ógleymdu því að þakka fyrir og njóta þess að finna svalan andvara á heitum degi eða að anda að sér fegurð umhverfisins.
Þakklæti er í raun sálfræðilegt viðbragð, þakklætistilfinning, tilfinning sem kviknar vegna þess að við upplifum það að hafa fengið gjöf, hvort sem hún er áþreifanleg, hegðun eða eftirtekt á umhverfinu.
Fólk sem upplifir þakklæti upplifir margar jákvæðar tilfinningar, tilfinningar sem svo stuðla að aukinni auðmýkt, góðmennsku og þrautseigju. Þakklæti styrkir það að við sýnum kærleika og góðmennsku og stuðlar þannig að nánari tengingu og samkennd með öðru fólki.
Hægt er að horfa á þakklæti út frá tveim þáttum. Annars vegar því að við upplifum vænta útkomu, að fá það frá öðrum sem okkur langaði að fá og svo hins vegar því að upplifa og kunna að meta það sem er mikilvægt og merkingarbært fyrir okkur sjálf.
Rannsóknir sýna að þakklæti er sá eiginleiki sem hefur hvað sterkustu tengslin við það að finnast lífð merkingarbært og hafa tilgang. Einnig að þakklæti stuðlar að ábyrgðartilfnningu gagnvart fólki og samfélaginu og minni áherslu og markmið tengd efnislegum ávinning eða eigum. Sem sé, frekari áhersla á innri markmið en ytri.
Hvaða aðstæður eða tilefni kalla helst fram þakkæti hjá þér?
Hvaða aðsæður eða tilefni verða helst til þess að þú tjáir þakklæti þitt við aðra?
Er einhver í þínu lífi sem þú hefur ekki tjáð þakklæti þitt, hvort sem er af hugsunarleysi eða meðvitað ert að halda aftur af því? Ef já, af hverju?
Hvort ert þú í meira mæli að tjá þakklæti þitt af heilum hug vegna þess að þú finnur sannarlega til þakklætis eða af því þú veist að það er félagslega samþykkt hegðun og talið rétt að tjá þakklæti í þeim aðstæðum?
Við sýnum þakklæti með því að vekja athygli á framlagi eða hegðun einhvers sem vanalega væri ekki tekið eftir eða litið á sem sjálfsagðan hlut, Með því að þakka fyrir verkefni eða tækifæri sem fáum og þegar við þökkum öðrum fyrir það sem þeir gera og eru okkur, þetta á bæði við í starfi og einkalífi.
Að efla eiginleikann
Skrifaðu niður að minnsta kosti þrennt sem ert þakklát/ur fyrir á hverjum degi
Taktu frá um 10 mínútur á dag til að gera hvað eina sem þú nýtur þess að gera
Leggðu þig fram við að tjá og þakka öðrum fyrir. Segðu af hverju þú ert þeim þakklát/ur og hvaða jákvæðu áhrif það sem viðkomandi gerði hafði á þig.