Dagur #16 Eldmóður

eldmóður.jpg

„ég er full/ur af orku og vil koma hlutum í verk, ég nálgast viðfangsefni lífsins af áhuga og virkni“

Með eldmóð er átt við það að nálgast aðstæður, eða lifið almennt, með áhuga og orku andstætt við að nálgast þær með hangandi hendi og hiki.

Þeir sem búa yfir þessum einleika í ríkum mæli vakna spenntir á morgnanna yfir því hvað dagurinn ber í skauti sér. Þannig er þetta eldmóður kraftmikill eiginleiki sem hefur sterka tengingu við andlega og líkamlega velllíðan og sá eiginleiki sem hefur mestu heildaráhrif á ánægju okkur með lífið og upplifun á tilgangi þess.

Rannsóknir sýna ennfremur að þeir sem eru háir hér upplifa í meira mæli sterka tengingu við tilgang þess starfs sem þeir sinna, að starfið sé þeirra köllun. Eldmóður hefur sterka tengingu við bjartsýni og von sem aftur stuðla að meiri jákvæðni. Eldmóður er eignleiki sem nýtist meira í núinu en hefur ávinning sem nýtist til lengri tíma í líðan og viðhorfum.

Eldmóður er þannig gerður að við getum virkjað hann og kveikt á honum með því að hreyfa okkur. Hreyfing = meiri eldmóður

  • Hvaða aðstæður kalla helst fram eldmóð, kraft og orku hjá þér? (fólk, staðir, hegðun)

  • Átt þú dæmi um það að eldmóður þinn hafi komið þér í aðstæður sem þú hefur séð eftir?

  • Eldmóður er þannig eiginleiki að hann bætir við krafti og eflir aðra eiginleika okkar. Hver af helstu styrkleikum þínum virkjast best með eldmóði?

Að efla eiginleikann

  • Skoðaðu daglegar venjur og rútínu. Hvað þar gefur þér mesta orku og ánægju? Getur þú gert meira af því?

  • Veittu svefnvenjum þínum athygli, gættu þess að hann sé nægur og regulegur. Forðastu vinnu, skjánotkun og kaffidrykkju fyrir svefnin. Taktu eftir því hvort orka, kraftur og eldmóður breytist.

  • Komdu hreyfingu af einhverjum toga, sem hentar þér, í rútinu. Skoðaðu og fylgstu með hvaða áhrif það hefur.

  • Hringdu í vin og rifjaðu upp liðin prakkarastik og skemmtilegar minningar 😊


Sigríður Ólafsdóttir