Dagur #17 Sanngirni

sanngirni.jpg

„ég kem jafnt fram við alla og af sanngirni og gef öllum sömu tækifæri"

Sanngirni er það að koma vel fram við aðra og að leggja sig fram um að láta persónulegar tilfinningar eða skoðanir ekki trufla dómgreind eða framkomu. Að vilja gefa jöfn tækifæri og trúa því að allir eigi þau skilið, á sama tíma og þú skilur að þarfir og aðstæður fólks eru mismunandi.

Sanngirni er afar huglægur þáttur sem felur í sér rök og það að dæma eða ákveða. Talað er um tvær tegundir rökfærslna, annars vegar það að vega og meta út frá vægi siðferðilegra réttinda og skyldna og hins vegar rök sem tengjast samúð, samkennd og því að setja sig í spor annarra.

Það skemmtilega við rannsóknir tengdar sanngirni sýna, og kemur sennilega ekki á óvart, er að þeir sem eru háir á sanngirni taka frekar þátt í jákvæðum, félagslegum samskiptum og hegðun – og þar með ólíkegri til að brjóta lög eða gera á hlut annarra. Það er meðal annars vegna þess að sanngirni kallar það fram í okkur að taka inn fleiri sjónarmið og að vilja forðast það að það sem við gerum eða segjum hafi neikvæð áhrif á aðra.

  • Hvernig sýnir þú sanngirni, heima, í vinnu, í samfélaginu?

  • Í hvernig aðstæðum hefur þér verið sagt að sért ósanngjörn/gjarn? Hvernig bregst þú við því?

  • Hvernig nærð þú að samæra það þegar upplifun þín af veruleikanum er í mótsögn við það sem þér finnst að sé sanngjarnt, að lífið sé stundum ósanngjarnt?

Hvar sjáið þið helst birtingarmyndir sanngirni?

Dæmi um slíkt er að hvetja og styðja aðra til að skoða hvernig þeir draga sjálfkrafa ályktanir um annað fólk út frá bakgrunni þeirra. Að stíga skref á vinnustaðnum þínum til að auka þátttöku allra, að hvetja og styðja þá sem mögulega standa fyrir utan.

Að efla eiginleikann

  • Skoðaðu hjá þér hvort og hvernig þú flokkar eða alhæfir um aðra, til dæmis ef þeir eru mikið ólíkir þér, jamm hressandi að skoða aðeins í eigin barm 😉

  • Næst þegar þú gerir mistök, skoðaðu viðbrögð þín og hvernig og hvort þú viðurkennir þau fyrir þér og/eða öðrum?

  • Bjóddu öðrum að taka þátt í ákvarðanatökum sem snerta þá/þau, búðu til vettvang fyrir viðkomandi þar sem hann má vera ósammála þínum forsendum – taktu fagnandi og hlustaðu á fleiri hugmyndir og sjónarhorn

(www.viacharacter.org)


Sigríður Ólafsdóttir