Dagur #18 Víðsýni
„þegar ég tekst á við eigin áskoranir eða gef öðrum ráð hef ég ólík sjónarhorn til hliðsjónar og nota reynslu mína og þekkingu til skerpa á og sjá heildarmyndina“
Víðsýni felur í sér þá hæfni að geta séð heildarmyndina og leytast við að finna sem flestar hliðar mála. Að festa sig ekki í smáatriðunum og missa þannig af heildinni - að falla síður í þá gryfju að sjá ekki skóginn fyrir trjánum eins og einhver orðaði svo skemmtilega. Jafnan leyta aðrir ráða og leiðsagnar hjá þeim sem eru víðsýnir.
Þegar við erum til dæmis í samtali við aðra virkar víðsýnin þannig að við erum samtímis að tengja við alla fyrri reynslu okkar, viðeigandi framkomu og viðbrögð og hvað sé hjálplegast í þeim aðstæðum sem erum að ræða. Þessi eiginleiki, að skoða út frá heildinni, sjá margvísleg sjónarhorn og vega og meta leiðir hjálpar okkur að styðja við og gefa öðrum ráð við ákvarðanatöku, sem og auðvitað að taka okkar eigin ákvarðanir.
Víðsýni hefur sterka tengingu við eiginleikan húmor því þar er einmitt verið að koma auga á aðra, broslegu, hlið aðstæðna. Þessi eiginleiki er einnig afar mikilvægur í samhengi við að læra að reynslunni og eigin mistökum, sem og að sjá og auðkenna styrkleika í öðru fólki og nota það sem fyrirmyndir.
Hvenær hefur það verið sérdeilis hjálplegt fyrir þig og/eða aðra að hafa náð að draga fram fleiri hliðar og lausnir á viðfangsefni?
Hvar, aðstæður eða fólk, finnst þér auðveldast að deila þinni sýn á viðfangsefni?
Hvenær ert þú meðvitað eða oftast að halda aftur af því vð deila þinni sýn á viðfangsefni?
Við notum víðsýni þegar bjóðum öðrum okkar sýn eða leiðir sem og einfaldlega það að vera tilbúin að hlusta, hvort sem er á vinnustað eða annars staðar. Hlustunin ein og sér sýnir nefnilega víðsýnina, að dæma ekki fyrirfram og vera ekki föst/fastur í rörsýn eða einstrengnislega sýn á viðfangefnið. Að skoða og velta upp öllum mögulegum og ómögulegum lausnum, því þannig aukast jú líkurnar á að enda á góðri lausn. Víðsýnin er einnig gagnleg þegar erum að kljást við eitthvað sem reynir á okkur – það að muna og fatta að staldra við og hugsa – meðvitað að anda, kanna og rannsaka fleiri fleti í stöðunni.
Að efla eiginleikann
Vertu meðvituð/aður um það í samskiptum dagsins að byrja á því að hlusta af athygli og skilningi, áður en velur að deila þínum hugmyndum og leiðum.
Rifjaðu upp aðstæður þar sem tókst ákvörðun og finndu eins marga nýja fleti á þeim og getur. Ekki til að segja “æji ég hefði átt” heldur til að fara í fjársjóðsleit og læra af reynslunni 😊
Þegar við ofnotum þennan eiginleika verum við týpan sem finnst alltaf vita betur en aðrir, veit alltaf bestu svörin og leiðirnar hvar sem komið er, en þegar við vannýtum hann erum við týpan sem hefur lítið sem ekkert til málanna að leggja.