Dagur #19 Forysta
„þegar ég er í hóp sem vinnur að ákveðnu markmiði tek ég stjórnina og leiði hópinn, ásamt því að hlúa að og stuðla að góðum tengslum innan hópsins.
Forysta birtist á ýmsan máta. Í samhengi við forystu sem styrkleika er það sú tilhneyging að skipuleggja og hvetja hóp fólks til að láta hluti gerast og tryggja jafnframt góð tengsl innan hópsins. Að vera þátttakandi í teymi felur í sér tryggð og tengingu við markmið og eins er með forystuna, en birtingarmyndin getur þó veri ólík. Forystan felur í sér að setja markmið og finna leiðirnar að þeim með teyminu, veita virkan stuðning, byggja og styrkja tengls og leysa úr ágreiningi. Árangursrík forysta felur í sér að virkja og efla fólk – sýna því áfangastaðinn og stefnuna og hvetja svo til dáða þannig að hver og einn finni innblástur og völd til að komast þangað.
Oft er talað um tvær tegundir leiðtoga. Annars vegar er það hinn svo kallaði aðgerðarleiðtogi, sem skýrir ábyrgð og hlutverk og segir til um hvað á að gera og hins vegar umbreytingarleiðtogi sem hvetur fylgjendur sína til sjálfstæðis og hugmynda og stuðlar að traust og skuldbindingu við verkefnið.
Forysta er tengd við tilfinningalegt jafnvægi, það að vera félagslega opin, með félagslegt innsæi og samviskusemi. Góðir leiðtogar ná að kalla það besta fram í öðrum. Þeir sem eru í forystu sýna vanalega mikið af eftirfarandi eiginleikum samhliða forystunni: eldmóð, félagslegt innsæi, forvitni, sköpun, hreinskilni og sjálfsstjórn.
Er munur á því hjá þér hvaða árangri þú nærð sem leiðtogi og þess hvað þú nýtur þess að vera leiðtogi? Getur þú skapað meira samræmi þarna á milli?
Hvernig vegur þú og metur hvort þú vilt taka forystuna í aðstæðum eða velur að láta aðra um það?
Hvaða merkjum tekur þú eftir frá fólki í kringum þig sem eru vísbendingar um þú ert að stjórnast og leiða of mikið?
Hvernig hagar þú því að koma hlutum í verk annars vegar og því að fólk vinni vel saman hins vegar þegar þú ert leiðtogi?