Dagur #20 Félagslæsi
Ég er meðvituð/aður og skil hugsanir mínar og tilfinningar sem og þeirra sem í kringum mig eru“
Þegar við skiljum annað fólk og vitum hvað fær það til að „tikka“ erum við að sýna félagslæsi. Með félagslæsi erum við að taka eftir, melta og skilja eigin tilfinningar, ástæður og tilgang sem og annarra. Félagslæsi er lykilatriði við að meta og bregðast við í ólíkum félagslegum aðstæðum. Þegar við erum með gott félagslæsi getur okkur liðið vel og verið „viðeigandi“ í hvaða aðstæðum sem er, formlegum eða óformlegum. Með félagslæsi erum við að lesa í aðstæður og fólk um leið og okkur sjálf.
Félagslæsi skiptist í það sem gætum kallað félagslega eftirteki, það hvað við skynjum um aðra og svo hitt sem er félagsleg leikni, það hvað við gerum og hvernig við bregðumst við því sem við skynjum.
Rannsóknir sýna að með öflugu félagslæsi líður okkur betur í margs konar og ólíkum aðstæðum, höfum þannig fleiri tækifæri til að hitta og kynnast nýju fólki og að upplifa og læra nýja hluti. Einnig er sýnt fram á það að með aukinni færni í að skilja og meðtaka tilfinningar, okkar eigin og annarra, hefur það jákvæð áhrif á andlega og likamlega heilsu, frammistöðu í starfi og félagsleg tengsl.
Þegar við vannýtum félagslæsi erum við sljó eða sinnulaus gangvart öðrum og eigin líðan en þegar við ofnotum eiginleikann hættir okkur til að oftúlka og ofgreina okkur sjálf, aðstæður og viðbrögð annarra.
Ef við tengjum saman félagslegt læsi, sjálfsstjórn og húmor þá sjáum við að eftir því sem fyrri tvær þættirnir eru öflugri því líklegar er að við séum með réttan brandara á réttum tíma í réttu aðstæðunum 😊
Í hvernig félagslegum aðstæðum líður þér best og hvernig hefur þú uppbyggileg og jákvæð áhrif á samskiptin?
Hvenær hefur það verið gagnlegt fyrir þig að endurskoða túlkun þína eða mat á aðstæðum/samskiptum? Hvernig nálgast þú það að endurskoða það?
Hvernær hefur félagslæsi þitt verið þér hindrun?
Að efla eiginleikann
Æfðu þig að taka eftir, nefna og segja frá tilfinningum þínum. Sem sé, þegar þú finnur fyrir tilfinningu, skoðaðu hvaða tilfinning það er og ef það er viðeigandi, deildu því með einhverjum.
Skrifaðu daglega að minnsta kosti fimm tilfinningar sem finnur fyrir yfir daginn, skoðaðu hvort og hvaða mynstur kemur fram
Leggðu þig fram um að taka eftir svipbrigðum og óorðaðri tjáningu annarra, hverju tekur þú eftir?
Horfðu á þátt eða mynd, slökktu á hljóðinu og lestu í og túlkaðu látbragð og líkamstjáningu – skemmtilegt 😊