Dagur #3 Auðmýkt

Auðmýkt.JPG

Um eiginleikann

Sumir þýða, og nota orðið hógværð yfir þennan eiginleika (humility) en ég kýs að nota orðið auðmýkt.

Merkingin felur meðal annars í sér það hvernig við horfum á og metum okkur og árangur okkar sem og hvar við staðsetjum okkur í hinu stóra samhengi. Andstæðan við auðmýkt er til dæmis það að gorta, sækjast eftir sviðsljósinu, draga athygli að okkur sjálfum og að líta á sem svo að vera mikilvægari eða einstakari en aðrir eða annað í umhverfinu. En að þessu sögðu þá felur auðmýkt það ekki í sér að bugta sig og beygja fyrir öðru eða öðrum eða vera í hæsta máta sjálfsgagnrýnin, með lágt sjálfsmat eða annað af þeim toga. Heldur meira það að vera í góðum tengslum við og læs á sjálfan sig og umhverfi sitt, sjá það sem betur má fara, leita tækifæra til að gera betur og vera ekki háður því að vera miðpunktur athyglinnar né að fá stöðugt hól, að láta verkin frekar tala.

Hvernig sérð þú þennan eiginleika hjá þér? Er auðmýkt á einhvern hátt takmarkandi eða truflandi í þínu lífi? Hvernig er jafnvægið á milli auðmýktar og þess að vilja og þurfa viðurkenningu og hrós?

Að efla eiginleikann

Hlustum með áhuga og virkni á hugmyndir samstarfsfólks án þess að bæta okkar hugmyndum eða lausnum við.

Tökum eftir því hvort og erum að tala meira en aðrir í hóp eða samtali, munum að sýna öðrum athygli og áhuga.

Meðvitund um eiginleikan og að hugsa inn í ákveðnar aðstæður „hvernig get ég gert meira eða minna af einhverju“?

Viðurkennum þegar höfum rangt fyrir okkur og færum það í orð.

Höldum aftur af því að tala um eigin árangur í viku og rannsökum hvaða áhrif það hefur á okkur og samskipti okkar við aðra.

(www.viacharacter.org)


Sigríður Ólafsdóttir