Dagur #23 Heiðarleiki
„Ég er heiðarleg/ur gangvart sjálfum mér og öðrum, ég reyni að koma fram af heilindum og sem ég sjálf/ur og tek ábyrgð á gerðum mínum“
Við erum heiðarleg með því að segja sannleikann, vera sönn. Í víðara samhengi er það að koma fram af heilindum, án leikaraskaps eða að þykjast og taka fulla ábyrgð á líðan okkar og hegðun. Heilindin eru það að vera sá sem maður segist vera, að vera trúr sjálfum sér. Að í grunninn fylgi maður sömu gildum, og að þannig sé ákveðið samræmi í hegðun okkar og tali, í ólíkum aðstæðum. Þannig fáum við staðfestingu þess að vera trú okkur sjálfum.
Þessi eiginleiki felur það í sér að koma fram í samræmi við þá líðan og tilfinningar sem aðstæðurnar skapa, fyrirætlanir okkar og skuldbindingar, bæði þegar við birtumst öðrum sem og gagnvart okkur sjálfum.
Heiðarleiki er oft tengdur því að vera samkvæmur sjálfum sér, það hversu vel markmið þín tengjast í raun gildum þínum og innri hvata. Erum við að velja og gera rétt og sannarlega út frá okkur sjálfum. Heiðarleiki styður okkur í því að taka ábyrgð á tilfinningum okkar og hegðun, gangast við þeim og um leið að eflast við það.
Rannsóknirnar segja okkur að þegar við erum heiðarleg og sýnum heilindi og samkvæmni þá er okkur treyst og sambönd okkar og samskipti eru heilbrigð og jákvæð. Heiðarleiki okkar gagnvart okkur sjálfum styður við okkur í því að ná markmiðum okkar því þau eru þá frekar að endurspegla okkur sjálf, gildin og áhugann. Með meiri heiðarleika og heilindum erum við næmari á mat okkar á okkur sjálfum, hæfni okkar og árangri og búum þannig til öflugri hvata og hvatningu fyrir okkur sjálf og aðra. Þegar erum há á þessum eiginleika erum við síður að breyta okkur eða fasi okkar til að þóknast öðrum eða aðlagast aðstæðum í ósamræmi við það sem við erum sjálf.
Aðrir sjá okkur sem sanna og ekta og líta á sem svo að það sem þau sjá og heyra sért sannarlega þú. Það sem þú sérð er það sem þú færð 😊
Hvernig gengur þér að virða og standa við skuldbindinar þínar, samninga og loforð, persónulega og í starfi?
Hversu oft reynir þú að klóra í bakkann og slökkva á samviskubiti með afsökunum, kenna öðrum um, gera lítið úr eða réttlæta sjálfan þig? Tekur þú eftir því þegar það ferli fer af stað hjá þér?
Átt þú þér fyrirmynd þegar kemur að heiðarleika og heilindum? Hvað á þessu sviði langar þig að gera betur?
Við sýnum heiðarleika þegar einhver biður um álit okkar og við gefum það af fullri hreinskilni (með hæfilegum skammti af góðmennsku og dass af félagslegu innsæi).
Við sýnum heiðarleika þegar við erum í samstarfi og samtali við vinnufélaga og leggjum okkur fram við að vera skýr, sértæk og koma okkur að kjarna málsins þegar við viðrum skoðanir okkar.
Við sýnum heiðarleika gagnvart okkur sjálfum með því að gangast við slæmum vana eða vandamáli sem höfum jafnvel verið að forðast að horfast í augu við.
Að efla eiginleikann
Næst þegar einhver biður þig um ráð eða skoðun, vertu meðvituð/aður um að svara á skýran, uppbyggilegan og einlægan máta.
Vertu meðvitu/aður um að standa við það sem þú lofar fólkinu þínu. Ef þú hefur samþykkt að gera eitthvað, sýndu ábyrgð og heilindi og stattu við það.
Hugsaðu um og skoðaðu hvenær þú ert “fullkomlega þú”
(www.viacharacter.org)