Dagur #4 Hugrekki

Hugrekki.JPG

Um eiginleikann

Hugrekki snýst um að takast á við áskoranir, ógnanir eða erfiðleika – takast á við í stað þess að forðast er lykilatriðið í þessu samhengi. Að tengja við, virða eða nota markmið, sannfæringu eða löngun til að velja að takast á við það sem framundan er - hvort sem okkur eða umhverfi okkar líkar betur eða verr.

Við getum sýnt hugrekki í mismunandi samhengi og VIA setur fram þrenns konar samhengi.

- Líkamlegt hugrekki (t.d. löggæsla, björgunarfólk)

- Andlegt hugrekki (t.d. að horfast í augu við sjálfan sig, takmarkanir sínar og aðstæður)

- Siðferðilegt hugrekki (t.d. standa með sjálfum sér og stíga upp í takt við siðferðileg viðmið, þó sé á móti straumnum)

Sýnt þykir að hugrekki er lykilþáttur þegar kemur að því að mynda tengsl við aðra og byggja upp traust, því það krefst hugrekkis að sýna og tjá sig af hreinskiptni. Hugrekki felur í sér aðgerðir og stundum áhættu sem hvoru tveggja eru mikilvæg til að stuðla að persónulegum vexti og árangri.

Hvernig skilgreinir þú og sýnir þitt hugrekki? Reynir þú á líkamleg þolmörk, styður óvinsælar skoðanir, stendur við sannfæringur þína, berskjaldar þig og viðurkennir vanmátt?

Í hvaða aðstæðum hafa aðrir horft upp til þín vegna hugrekkis sem þú sýndir?

Stendur hugrekki í vegi fyrir því að þú upplifir ákveðna hluti eða hafir ákveðin tækifæri?

Að efla eiginleikann

Til að æfa þennan magnaða vöðva sem hugrekkið er gætum við valið að bjóða okkur fram í verkefni sem vitum að er áskorun og við værum að færa út þægindarammann okkar eða sagt skoðun okkar á fundi eða í hópi með öðrum þó vitum að sé óvinsæl skoðun eða viðbrögðin óútreiknanleg.

Besta ráðið til að efla hugrekki er að festa sjónir á endaútkomunni sem við viljum – í staðinn fyrir ofuráherslu á skrefin sem skelfa okkur sem eru á leiðinni þangað.

(www.viacharacter.org)


Sigríður Ólafsdóttir