Dagur #5 Þrautseigja
Um eiginleikann
„ég held áfram vegferð minni þangað sem ætla þrátt fyrir hindranir, úrtölur og vonbrigði“
Þrautseigja snýst um að halda sig við efnið, klára það sem byrjum á og leggja á okkur þá vinnu sem til þarf, þrátt fyrir hóla og hæðir á leiðinni þangað. Könnumst við ekki við þá góðu gleði og árangurstilfinningu að klára og hafa komist í gegnum það sem var okkur áskorun? Sú tilfinning er nefnilega svo góð. Stundum þurfum við að grafa djúpt og hafa mikið fyrir því að finna það, innra með okkur, sem þarf til að halda áfram í stað þess að gefast upp
Þrautseigja kemur sjaldnast af sjálfu sér, það skiptir máli að skipuleggja sig og minna sig á að hvíla, taka pásur, anda og verðlauna sig við áfanga og það sem klárast hverju sinni. Svo er með þrautseigju eins og aðra eiginleika að eftir því sem við notum hana meira og meðvitað þá verður auðveldara að grípa til hennar næst og nýta hana.
Þrautseigja snýst um að trúa á markmiðið og vænta útkomu, finna leiðirnar þangað og hafa úthald í þann tíma sem vegferðin spannar.
Hvar sýnir þú helst þrautseigju?
Hvað veldur því helst að þú gefst upp, eða átt erfitt með að virkja þína þrautseigju?
Þegar þú sannarlega sýndir þrautseigju hvaða áhrif hefur það á nálgun þína á næstu áskoranir?
Hvernig sýnum við þrautseigju og hvað hjálpar okkur að virkja hana:
- Þegar mætum áskorunum í samskiptum við okkar nánustu eða í persónulegum samböndum. Þegar okkur langar mest að draga okkur til baka og jafnvel slíta samböndum – en gætum í staðinn notað tækifærið sem felast í aðstæðunum með því að horfast í augu við það, læra af því, tala um það og færa þannig sambandið upp á annað stig.
- Þegar við upplifum það að ráða ekki við verkefni sem erum að fást við. Þegar okkur langar mest að hætta og eða erum með athyglina á því sem ekki gengur upp – en gætum í staðinn skoðað hvað gengur vel og hvernig og hvar mögulega er hægt að gera betur. Einnig að breyta fókusnum frá því að útkoman verði „fullkomin“ yfir í það að einfaldlega klára.
- Að setja minni markmið með styttri tímaramma. Brjóta niður í viðráðanlegri skref og raunhæfari tímamörk.
- Að taka stöðuna reglulega á framgangi og verkefnum.
- Finna fyrirmyndir. Hver býr yfir mikilli þrautseigju, hvað gerir viðkomandi, hvernig birtist þrautseigjan? Hvað getur þú lært af því?
Það hugarfar að horfa til þess þegar illa gekk eða mistókst og skoða og endurhugsa aðstæðurnar með það fyrir augum að læra af þeim er hluti af þrautseigju. Það að vilja vaxa og eflast í stað þess að rífa niður eða refsa.
(www.viacharacter.org)