Dagur #6 Dómgreind

Slide1.JPG

Um eiginleikann

„ég veg og met valmöguleika á hlutlægan máta þegar tek ákvarðanir, líka rök sem stangast á við sannfæringu mína á þeim tímapuntki“

Dómgreind fjallar um það að greina hugmyndir, skoðanir og staðreyndir og taka í kjölfarið rökréttar og skynsamlegar ákvarðanir. Hér leikur gagnrýnin hugsun stórt hlutverk, að vega og meta upplýsingar, hugsa og skoða frá ólíkum sjónarhornum. Til að taka rökréttar og skynsamlegar ákvarðanir þarf einnig að hafa opin huga og að vera tilbúin að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga, aðstæðna eða sjónarmiða.

Talað er um þennan eiginleika sem leiðréttingareiginleika í því samhengi að frelsa okkur frá því að festast um of í þeim skoðunum og hugsunum sem höfum hingað til fylgt eða kosið að trúa, og jafnvel hundsað eða horft fram hjá rökum sem benda annað.

Að hafa hátt skor í dómgreind sýnir fram á góðan vilja til að leyta sannana gegn eigin skoðunum, plönum eða markmiðum og vega og meta alla fyrirliggjandi þætti af sanngirni

Hvernig skyldu aðrir sjá dómgreind og gagnrýna hugsun í þínu fari?

Hvað er það helst sem afvegaleiðir þig frá því að sjá heildarmyndina þegar ert að að taka ákvarðanir?

Eru það oftar ákveðnar aðstæður eða einstaklingar sem valda því að þér finnst erfitt að hugsa rökrænt og tilfinnigar rugla þig í ríminu?

Að efla eiginleikann

Æfðu þig í að draga fram fleiri hliðar í aðstæðum sem hefur skýrar skoðanir á

Rifjaðu upp aðstæður sem enduðu ekki eins og þú hefðir helst kosið og hugsað þér á allan mögulegan máta hvernig og hvað hefði mátt prufa að gera á annan veg.

(www.viacharacter.org)


Sigríður Ólafsdóttir